Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Mynd

vetur

Fréttir

18.12.2014

Jólakveđja

jólakort

3.12.2014

FULLVELDISHÁTÍĐ Á SAL

Haldið var upp á fullveldisdaginn 1. desember á sal skólans þar sem nemendur í unglingadeild komu saman. Vegleg dagskrá var í boði eins og hefð er fyrir. Kynnir var Mikael (10.bekk) en skólastjóri setti hátíðina.

IMG_3152 (Small)
Formaður nemendaráðsins, Ernir (10.bekk) flutti hið árlega fullveldisávarp Árbæjarskóla þar sem farið var yfir atburði ársins 1918, fullveldisársins en auk fullveldisins gaus Katla, mikill frostavetur ríkti og spánska veikin lagðist af þunga á landsmenn.
 IMG_3169 (Small)
Úrslitin í örsögukeppni Árbæjarskóla voru kynnt en að þessu sinni var það Ólöf Edda (9.bekk)  sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir söguna Að gera sitt besta. Í öðru sæti lenti Sólrún (9.bekk) með söguna Í öruggum höndum og þriðja sætið féll í skaut Mekkínar (10.bekk) fyrir söguna Stelpan bak við tjöldin. Allar sögurnar voru lesnar upp og voru það nemendur úr leiklistarvali sem það inntu það verk af hendi af miklum myndarskap.
IMG_3197 (Small)
Á hverju ári tilefnir Árbæjarskóli þrjá nemendur, einn af hverju skólastigi til íslenskuverðlauna unga fólksins sem Reykjavíkurborg veitir.  Sunna Björk (10.bekk) var valin fulltrúi unglingastigs og veitti skólastjóri henni viðurkenningu fyrir hönd Árbæjarskóla.
IMG_3211 (Small)

Söng-dans og tónlistaratriði voru flutt af dans- og tónlistarvali af stakri snilld og stúlkur úr leiklist fluttu Þorraþrælinn eftir Kristján fjallaskáld með skemmtilegum hætti þar sem söngur og leikræn tilþrif nutu sín til fulls.
IMG_3221 (Small)
Fullveldishátíðin tókst með miklum ágætum eins og jafnan og er jákvæð og góð hefð í skólastarfi Árbæjarskóla.


Viđburđir

5.1 2015

Starfsdagur

19.2 2015

Vetrarfrí

20.2 2015

Vetrarfrí

Frá skólanum

 Starfsdagur 5.janúar

 Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar

 samkv. stundaskrá.

 

Foreldravefur

 namtilframtidar_vef

Fréttabréf ÁrbćjarskólaTómstundastarfMyndir úr skólastarfiEyđublöđÁhugaverđir tenglarComeniusarverkefni

ARB-valblad