Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

11.12.2017

Dagarnir í desember 1. - 4. bekkur

1. - 4. bekkur

11.12.2017

Dagarnir í desember 5. - 7. bekkur

5. - 7. bekkur

11.12.2017

Dagarnir í desember 8. - 10. bekkur

Þriðjudagur 19. desember. 8. - 10. bekkur

7.12.2017

Rauđur dagur 11. desember

Rauður dagur 11. desember 2017

5.12.2017

Danski rithöfundurinn Annette Herzog

Danski rithöfundurinn Annette Herzog heimsótti 10. bekk í liðinni viku.  Annette var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Hjertestorm-Stormhjerte.  Hún sagði frá ferlinu, þegar hún skrifaði bókina og las valda kafla.  Krakkarnir voru búin að undirbúa nokkrar spurningar, sem þau fengu svör við varðandi söguna. Allt  fór þetta fram á dönsku og nemendur voru mjög áhugasamir og ánægðir með hversu vel þau skildu hana.  Þetta var mikill heiður fyrir okkur að fá þessa heimsókn, en Annette heimsótti örfáa skóla hér á landi.

Rithöfundurinn Annette Herzog    Rithöfundurinn Annette Herzog 1

30.11.2017

Fjáröflun 10. bekkjar

Armbönd 10.bekkur

16.11.2017

Til hamingju međ Dag íslenskrar tungu

Í dag höldum við í Árbæjarskóla upp á Dag íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk voru með dagskrá á sal skólans fyrir nemendur á miðstigi. Þar var margt til gamans gert; upplestur, söngur og ýmis tónlistaratriði. Einnig voru veitt íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík og var það Helga Valtýsdóttir Thors, nemandi í 7. bekk, sem hlaut verðlaunin á miðstiginu að þessu sinni. Dagurinn markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar sem nemendur í 7. bekk taka þátt í á þessu skólaári.

Helga Valtýsdóttir Thors       20171116_083329

Nemendur í 1. og 2. bekk skólans fóru einnig á sal. Þeir fengu góðan gest í heimsókn í tilefni dagsins en það var Birgitta Haukdal, rithöfundur og söngkona. Birgitta spjallaði við nemendur og las einnig fyrir þá úr einni af Láru og Ljónsa bókunum sem hún er höfundur að.

 Lára fer í sund. Birgitta Haukdal.       20171116_101824

Í gær tókum við hins vegar forskot á sæluna, þegar nemendur í 1. – 4. bekk héldu sína hátíðardagskrá með söng, tónlistaratriðum og upplestri. Þar voru einnig veitt íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík og var það Vigdís Sól Eiríksdóttir, nemandi í 4. bekk, sem hlaut verðlaunin á yngsta stiginu að þessu sinni. Nemendum af leikskólunum Árborg og Rofaborg var boðið til hátíðarinnar og stigu þeir á stokk með þulur og vísur.

Vigdís Sól Eiríksdóttir

 

125478

 

14.11.2017

Sigurvegarar Skrekks 2017 - ÁRBĆJARSKÓLIIII!!!!!

Árbæjarskóli_Fréttablaðið_14_nóvember_2017

Árbæjarskóli er sigurvegari Skrekks 2017

9.11.2017

Árbćjarskóli er kominn áfram í Skrekk

Árbæjarskóli er kominn áfram í Skrekk 6. nóv 2017

18.10.2017

Vetrarleyfi 19., 20. og 23. október

Vetrarleyfi  verður í skólanum dagana 19., 20. og 23 október.
Kennsla hefst á ný að loknu vetrarleyfi þriðjudaginn 24. október  skv. stundaskrá. Við óskum  nemendum og starfsfólki skólans ánægjulegra vetrarleyfisdaga.

Hér má nálgast upplýsingar um það sem verður í boði fyrir börn og fjölskyldur  hjá  frístundamiðstöðvum og menningarstofnum í vetrarfríinu.

Vetrarleyfi

 

5.10.2017

Forvarnardagurinn 2017

Forvarnardagurinn var haldinn miðvikudaginn 4. október. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta. Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni starfi innan þeirra vébanda. Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík styðja verkefnið ásamt lyfjafyrirtækinu Actavis.

Lífleg umræða í morgunsárið

Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt fleiri gestum heimsótti skólann og spjallaði við nemendur 9. bekkjar. Því næst unnu nemendur í 9. bekk verkefni undir handleiðslu kennara sinna. Nemendur ræddu 3 meginspurningar: 1. Mikilvægi samveru með foreldrum 2) íþróttir og æskulýðsstarf 3) Hvert ár skiptir máli.

Samtalið hélt áfram á ganginum

Eftir það var farið með nemendur á sal skólans þar sem námsráðgjafi stjórnaði athöfn. Fyrst flutti Íris Gunnarsdóttir kennari og fótboltakona skemmtilegt erindi. Hún sagði frá því hvernig íþróttaiðkun greiddi leið henni inn í góðan háskóla í Bandaríkjunum. Síðan ræddi Emil Þór Guðmundsson verkfræðingur og fyrrverandi nemandi Árbæjarskóla um mikilvægi þessa að fylgja eftir draumum sínum en hann stofnaði og rekur hjólaverslunina Krían. Námsráðgjafi kynnti svo ratleik á vegum Forvarnardagsins fyrir nemendum. Að lokum horfðu nemendur á myndband sem tengdist Forvarnardeginum. Þetta myndband geta allir horft á, á heimasíðu forvarnardagsins-forvarnardagurinn.is. Dagurinn gekk vel og voru börnin áhugasöm og sjálfum sér til sóma.

 

 

29.9.2017

Handboltamót

Sunnudaginn 24. september var haldið handboltamót fyrir nemendur í 5. , 6. og 7. bekk. Þar áttust við nemendur Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Norðlingaskóla og Selásskóla. Keppt var í stúlkna og drengja flokkum. Gaman er að segja frá því að nemendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og unnu stúlkurnar sigur í öllum árgöngum. Til hamingju með frábæran árangur.

Handboltamót

28.9.2017

Akstur léttra bifhjóla í flokki 1

Samgöngustofa hefur gefið út einblöðung með helstu atriðum varðandi notkun og öryggi léttra bifhjóla í flokki 1. Aukning í notkun þeirra hefur verið mikil hér á landi, meðal annars hjá grunnskólanemendum.

Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi atriðum hvað varðar ökumenn slíkra bifhjóla og leyfilegan hámarkshraða:

- Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.
- Ökumönnum ÖLLUM er skylt skv. lögum að vera með hjálm.
- Ökumaður verður að vera orðinn 20 ára eða eldri til þess að aka með farþega á hjólinu.
- Það á ekki að vera hægt að aka hjólunum hraðar en 25 km/klst.

                     Akstur léttra bifhjóla í flokki 1

7.9.2017

Rósaball

Hið árlega Rósaball nemenda unglingadeildarinnar var haldið í gærkvöldi, miðvikudaginn 6. september. Um er að ræða fyrsta ball vetrarins en sú hefð hefur skapast að nemendur 10. bekkjar bjóða nemendur 8. bekkjar velkomna í unglingadeildina með því að sækja þá heim og fylgja þeim á ballið. Nemendur 9. bekkjar mæta að sjálfsögðu líka á þennan skemmtilega viðburð og bjóða með því 8. bekkinga velkomna um leið.

Þegar á ballið var komið tók við myndataka af prúðbúnum nemendunum áður en haldið var út á dansgólfið þar sem skemmtilegir plötusnúðar héldu uppi fjörinu fram eftir kvöldi, auk þess sem leynigestur tók lagið undir lokin, sem var skemmtilegur endir á skemmtilegu kvöldi. Allir skemmtu sér vel og greinilegt að fjörugur vetur er framundan í félagslífi unglingadeildarinnar.Myndir af Rósaballinu má sjá hér.

Rósaball 2017.

 

1.9.2017

Skólastarfiđ í Árbćjarskóla

Skólastarfið fer vel af stað í Árbæjarskóla og nemendur smátt og smátt að komast inn í hina daglegu rútínu. Kynningarfundirnir með foreldrum hafa verið vel sóttir og gaman að hitta svo marga foreldra í  upphafi skólaársins og ræða um starfið sem framundan er.

Skólavinirnir í 7. bekk eru þegar mættir í frímínúturnar með yngstu börnunum og gaman að fylgjast með þeim í leik og starfi. Þá hlupu nemendur yngsta stigsins „Skólahlaup 1. – 4. bekkjar“ í morgun sem vonandi verður árlegur viðburður héðan í frá.

Samhliða skólabyrjuninni hefur umferð í kringum og í nágrenni skólans þyngst og er mikilvægt að foreldrar ræði við börnin um hætturnar sem leynast víða á leið í skólann og velji með þeim öruggustu leiðina.

Upphaf skólaársins lofar góðu fyrir veturinn og hlakkar starfsfólk skólans til að vinna með nemendum og foreldrum að öflugu og skemmtilegu skólastarfi.

Skólahlaup

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?