Skip to content

Jólatónleikar

Jólatónleikar Árbæjarskóla voru haldnir þann 11. desember síðastliðinn. Á tónleikunum komu fram nemendur í sönglistarvali sem sungu vel valin jólalög fyrir fullan sal af áhorfendum. Dansval unglingadeildar steig einnig nokkur spor og ljóst er að framtíðin er björt hjá þessu unga sviðslistafólki. Kynnar kvöldsins sáu til þess að kitla hláturtaugar áhorfenda á milli atriða og gerðu það af einstakri fagmennsku. Þetta er í fjórða sinn sem jólatónleikar Árbæjarskóla eru haldnir en þessi viðburður skipar stóran sess á annars viðburðaríku skólaári.