Skip to content

Skipulag skólastarfsins næstu daga

Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki milli hópa. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Til að starfa eftir þessum tilmælum munum við breyta skipulagi skóladags enda nánast allir bekkir í Árbæjarskóla með fleiri en 20 nemendur:
1.
Nemendur í 1. – 6. bekk koma annan hvern dag í skólann, þeim er skipt upp í minni hópa sem kennarar senda út.
2.
Nemendur í 7. – 10. bekk koma annan hvern dag í skólann. Nemendur verða í kennslustundum í íslensku, stærðfræði og ensku en áfram í fjarkennslu í öðrum greinum. Umsjónarkennarar hitta nemendur sína á Google Meet einu sinni viku. Foreldrar þurfa að fylgjast vel með námi nemenda nú sem fyrr.
MJÖG MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR:
1. Allir verða að mæta á réttum tíma fyrir framan réttan inngang (EKKI VAL UM INNGANG)
2. Foreldrar mega ekki koma inn í skólann.
3. Mötuneytið, íþróttahús, list- og verkgreinastofur og sundlaug lokar (nánari upplýsingar um nesti fyrir 1. –
6. bekk er hjá kennurum)
4. Allir inngangar verða læstir á daginn.
Kennarar senda ykkur nánari upplýsingar um hópinn sem barnið ykkar tilheyrir og tímasetningar.

ATH – þetta eru sex síður
Starfstími í skóla eftir páska til 1. maí

April_skipulag 2