Skip to content

Forvarnardagurinn 2020

Forvarnardagurinn verður haldinn í Árbæjarskóla föstudaginn 9. október 2020. Forvarnardagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2006. Þennan dag er sjónum alltaf beint að 9. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla.

Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta. Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni starfi innan þeirra vébanda.

Forvarnardagurinn verður með nokkuð öðru sniði í ár vegna C-19 t.d. koma engir gestir í heimsókn eins og alltaf hefur verið.

Nemendur 9. bekkjar munu ræða 3 grunnspurningar með umsjónarkennara sínum: 1. Mikilvægi samveru með foreldrum 2) íþróttir og æskulýðsstarf 3) Hver ár skiptir máli.