Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Í dag hlaut Árbæjarskóli hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir verkefnið „Á toppinn, hvernig lifa á af í óbyggðum“.
Verkefnið gengur út að fara í fjallgöngur með lífsleikniívafi þar sem fjallið er lífið sjálft og ferðalagið á toppinn það sem mestu máli skiptir. Ferðafélagarnir, hindranirnar sem þarf að yfirstíga, samheldnin, fegurðin og þrautseigjan skipta svo miklu máli auk þess sem nemendur eru minntir reglulega á mikilvægi þess að gefa sér tíma, staldra við og njóta útsýnisins.
Hugmyndasmiðir og umsjónarmenn verkefnisins eru Kjartan Stefánsson og Kristján Sturla Bjarnason. Við í Árbæjarskóla erum ákaflega stolt af þessu verkefni og óskum Kjartani og Kristjáni Sturlu innilega til hamingju. Þeir félagar gerðu einnig kynningarmyndbandið sem sýnt var í dag á Menntastefnumóti Reykjavíkur. Sjá hér:
Fyrir áhugasama þá má lesa nánar um verkefnið í þessari grein sem birt var í Skólaþráðum nú á dögunum:
Kær kveðja,
Guðlaug
skólastjóri Árbæjarskóla