Skip to content

Skólasetning 1. – 10. bekkur

1. bekkur

Á skólasetningardaginn, föstudaginn 20. ágúst, eiga börnin ykkar að mæta í skólann kl. 13:00-14:30. Börnin eiga að mæta við austur inngang sem snýr að leikskólanum Rofaborg. Þar munu umsjónarkennarar, ásamt fleiri kennurum taka á móti þeim.  Börnin fara með umsjónarkennurum á sitt námssvæði þar sem þau taka þátt í skólastund.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og sóttvarna getum við ekki boðið foreldrum í skólann en í stað þess munu skólastjórnendur vera með fjarfund fyrir foreldra kl. 13:20 þennan sama dag.

Foreldrar munu í aðdraganda fundarins fá senda slóð á fundinn í tölvupósti.

Við hlökkum til að fá börnin ykkar í skólann og hitta ykkur á fjarfundinum.

Bestu kveðjur
Skólastjórn Árbæjarskóla

2. – 10. bekkur

Föstudaginn 20. ágúst er skólasetningardagur í Árbæjarskóla. Þann dag munu umsjónarkennarar hitta nemendur í smærri hópum og fara yfir upphaf skólastarfsins og hvað fram undan er.

Umsjónarkennarar munu meðal annars fara yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skólareglum skólans þar sem hæst ber að Árbæjarskóli verður símalaus skóli frá og með skólaárinu 2021 – 2022.

Ykkur mun berast póstur frá umsjónarkennurum barnanna ykkar þar sem fyrirkomulag hvers árgangs kemur fram.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og sóttvarna getum við ekki tekið á móti foreldrum í skólann þennan dag.

Við hlökkum til að taka á móti börnunum ykkar á ný og eiga gott samstarf við ykkur á komandi skólaári.

Bestu kveðjur
Skólastjórn Árbæjarskóla