Bóksafn Árbæjarskóla
Bókasafn Árbæjarskóla er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum skólans en foreldrar eru ætíð velkomnir að kíkja við og kynna sér safnið og starfsemi þess. Safnið er staðsett miðsvæðis, á neðri hæð í miðrými skólans, og rúmar um 40 manns í sæti. Sex tölvur eru á safninu til afnota fyrir nemendur í verkefnavinnu.
Safnið á rúmlega 18.000 bækur og er auk þess áskrifandi að ýmsum tímaritum. Þá eru einnig á safninu ýmis önnur gögn s.s. hljóðbækur, geisladiskar og mynddiskar. Allt efni er skráð í bókasafnskerfið Gegnir og sama gildir um útlán safnsins. Safnið veitir alla almenna þjónustu s.s. útlán og upplýsingaþjónustu, ásamt aðstoð við heimildaleitir og meðferð heimilda.
Útlán
- nemendur geta fengið lánaðar tvær bækur í senn
- útlánstími er 2 vikur sem hægt er að framlengja ef þörf krefur
- orðabækur og uppsláttarrit eru eingöngu til afnota í skólanum
- mynddiskar eru einungis lánaðir út til kennara
Opnunartími safnsins er:
Mánudaga –föstudaga kl. 8:10 – 16:00