Skip to content

Foreldradagar eru tveir á skólárinu en þann dag boða umsjónarkennarar foreldra og nemendur til viðtals í skólann. Fundarboð eru send út með nokkurra daga fyrirvara og velja foreldrar viðtalstíma á fjölskylduvef Mentor.

Foreldrardagar skólaárið 2022 - 2023

12. október og 7. febrúar

 

Leiðarljós foreldraviðtala er velferð barnsins og með viðtalinu er mikilvægi samvinnu heimilis og skóla undirstrikað. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru óumdeild og foreldraviðtöl eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna. Í viðtalinu er nemandinn þátttakandi og lærir þannig með árunum að taka ábyrgð á eigin námi í samráði við foreldra og kennara. Foreldrum ber skylda til að fylgjast vel með námsgengi barna sinna og skólasókn í Mentor og þannig eru þeir alltaf vel upplýstir um stöðu þeirra. Umræða í foreldraviðtölum byggist að hluta til á þeim upplýsingum sem þar er að finna.

Utan foreldradaga eru foreldrar hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara barnanna þegar tilefni er til og umsjónarkennarar munu að sama skapi hafa samband við heimilin ef þurfa þykir.