Foreldrafélag skóla og foreldrasamstarf
Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla, 91/2008. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Árangursríkt skólastarf byggir á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla og er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þennan þátt þarf að rækta enda þekkja foreldrar börnin sín best og því er nauðsynlegt að þeir hafi samband við kennara og skólastjórnendur hvenær sem þeir telja þörf á og á sama hátt mun skólinn hafa samband ef þurfa þykir.
Við megum aldrei gleyma því að foreldrar eru sterkasti mótunaraðili barnanna og hafa ótvíræð áhrif á hvernig börnin upplifa skólagöngu sína. Því skiptir þátttaka þeirra í námi barnanna verulegu máli.
Jákvætt viðhorf er okkur öllum ákaflega mikilvægt. Rannsóknir sýna að nemendur sem alast upp við jákvætt viðhorf heimilisins til skólans standa sig yfirleitt betur í námi og fara út í lífið með jákvæðari viðhorf til tilverunnar en þeir sem búa við neikvætt viðhorf til skólans. Með þessu er ekki verið að segja að foreldrar eigi að sleppa allri gagnrýni, þvert á móti, þeir eiga að skipta sér af og tala þá beint við starfsfólk skólans. Mikilvægt er að foreldrar hvetji börn sín til dáða og sýni viðfangsefnum þeirra áhuga. Þá er einnig mikilvægt að þeir kenni börnum sínum að sýna kurteisi í garð annarra og koma heiðarlega fram.
Árbæjarskóli gerir ýmislegt til að tryggja aðgang foreldra að skólastarfinu. Hvenær sem er geta þeir hringt á skrifstofu skólans og skilið eftir skilaboð sem svarað er við fyrsta tækifæri hvort sem um er að ræða stjórnendur, umsjónarkennara eða annað starfsfólk skólans. Þá er aðgangur foreldra að námsframvindu, dagbók og skólasókn nemenda tryggður með Mentor kerfinu. Þar er einnig að finna stundaskrár nemenda og áætlanir um heimanám.
Árbæjarskóli hefur sett sér leiðbeinandi reglur um samskipti heimilis og skóla. Þær eru í samræmi við þær reglur sem Skóla – og frístundasvið Reykjavíkur hefur lagt áherslu á að skólar setji sér. Í samstarfsáætlun skólans við foreldra er greint frá því hvernig samstarfi skóla og heimilis er háttað. Sú samstarfsáætlun ber heitið Tökum höndum saman og hana má nálgast hér.
Verkefnaskrá foreldrafélagsins er margbreytileg eftir skólaárum en hins vegar eru fastir liðir sem foreldrafélagið tekur þátt í með skólanum eða stendur sjálft fyrir.
Dæmi um verkefni sem foreldrafélagið stendur fyrir eða tekur þátt í:
- Jólaföndur fyrir yngri deild skólans
- Öskudagurinn – skemmtikraftur og glaðningur í boði félagsins á skólatíma
- Fyrirlestrar fyrir foreldra
- Fyrirlestur fyrir útskriftarnemendur skólans
- Útskrift úr 10. bekk – útskriftarhóf
- Aðalfundur foreldrafélagsins að vori
- Kynningarfundur foreldrafélagsins að hausti
Bekkjarfulltrúar og bekkjarstarf
Í upphafi hvers skólaárs kynnir foreldrafélagið starf sitt fyrir öllum foreldrum í skólanum. Þá er kallað eftir aðkomu foreldra að bekkjar- og árgangastarfi og bekkjarfulltrúar/árgangafulltrúar skipaðir. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að ekki yrðu skipaðir bekkjarfulltrúar að sinni en foreldrafélagið er í góðu samstarfi við skólann um uppákomur og viðburði tengda börnunum og einnig er félagið í góðu samstarfi við foreldra og aflar hugmynda úr foreldrasamfélaginu um það sem gera má til að styðja sem best við börnin í skólanum.
Viðburðir á vegum bekkjarfulltrúa
Engir viðburðir hafa verið ákveðnir í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Foreldrafélag
Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla, 91/2008. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Lög Foreldrafélags Árbæjarskóla
- gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Árbæjarskóla. Félagar eru foreldrar og/eða forráðamenn nemenda í Árbæjarskóla. - gr.
Tilgangur félagsins er:
1. Að vinna að velferð nemenda.
2. Að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
3. Að koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
4. Að efla hag skólans.
5. Að auka innbyrðis kynni og samstarf foreldra, nemenda og kennara. - gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að:
1. Koma á umræðu um skóla- og uppeldismál.
2. Veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana í þágu nemenda.
3. Veita skólanum lið í hverju því, sem honum má almennt að gagni koma eða við framkvæmd sérstakra verkefna.
4. Vera vettvangur umræðna og athugana á venjum nemenda í skólahverfinu og eiga samstarf við þá um mótun umhverfis og uppbyggingu félagsstarfs. - gr.
Aðalfund skal halda í maí ár hvert. Formaður stjórnar skal boða til fundarins með minnst viku fyrirvara. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:
1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn félagsins leggur fram reikninga félagsins.
3. Kosning stjórnar. - gr.
Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum sem kosnir skulu á aðalfundi félagsins til tveggja ára í senn. Einn stjórnarmanna skal sitja í skólaráði sem fulltrúi foreldra. Stjórnin skiptir með sér störfum. Aldrei skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn í einu. - gr.
Á aðalfundi skal kjósa tvo fulltrúa í skólaráð til tveggja ára, og þrjá til vara skv. 16. grein laga um grunnskóla nr. 66/1995. Meðal hlutverka skólaráðs er að fylgjast almennt með öryggi, aðbúnaði og velferð nemenda yfirleitt. - gr.
Árgangafulltrúar-árgangaráð. Foreldrafélagið sér til þess að í upphafi skólaárs séu kosnir 4-6 fulltrúar forráðamanna í hverjum árgangi til eins árs í senn. Æskilegt er að 2-3 þessara fulltrúa sitji í 2 ár svo allir hætti ekki á sama tíma.
Tilnefndur er einn úr hópnum sem tengill og sér hann um að kalla hópinn saman.
Verkefni árgangaráðs skal vera: Að standa fyrir 2-4 viðburðum yfir skólaárið með nemendum, foreldrum og kennurum til að auka innbyrðis kynni þessara einstaklinga. Stjórn félagsins setur nánari reglur um starf og skipan árgangaráða.
- gr.
Stjórn foreldrafélagsins skal boða árgangaráð til fundar eigi sjaldnar en tvisvar á hverju skólaári. Fulltrúaráð skal aðstoða stjórn félagsins í stærri verkefnum. - gr.
Berist stjórn félagsins tilkynning eða fái hún með öðru móti upplýsingar um tilvik er varða öryggi eða velferð nemanda eða starfsemi skólans er henni heimilt að gera þar til bærum aðilum viðvart. - gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Reikningsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.