Skip to content
27 nóv'20

Foreldradagur Heimilis og skóla

Í ljósi aðstæðna verður Foreldradagur Heimilis og skóla með öðru sniði þetta árið og boðið verður upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember nk. fyrir ykkur til að horfa þegar hentar. Við fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara sem…

Nánar
25 nóv'20

Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember

Við vorum beðnar um að koma á framfæri til ykkar upplýsingum um stöðu veðurs á höfuðborgarsvæðinu næstu sólarhringa. Von er á gulri veðurviðvörun á morgun, 26. nóvember, kl. 12:00 og gildir, eins og er, til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember https://www.vedur.is/vidvaranir Hér eru meðfylgjandi viðhengi með leiðbeiningum sem við biðjum ykkur að kynna ykkur…

Nánar
08 okt'20

Forvarnardagurinn 2020

Forvarnardagurinn verður haldinn í Árbæjarskóla föstudaginn 9. október 2020. Forvarnardagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2006. Þennan dag er sjónum alltaf beint að 9. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta. Eitt…

Nánar
16 jún'20

Sumarleyfi

Kæru foreldrar og nemendur Skrifstofa Árbæjarskóla opnar að afloknu sumarleyfi miðvikudaginn 5. ágúst nk. Skólasetningardagur er 24. ágúst og verður dagskrá dagsins auglýst síðar. Sumarkveðja, skólastjórn Árbæjarskóla.

Nánar
23 mar'20

Skipulag skólastarfsins næstu daga

Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki milli hópa. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Til að starfa eftir þessum tilmælum…

Nánar
03 mar'20

Upplýsingar til foreldra – vegna COVID-19

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar