Skip to content

Frímínútur

Sú regla gildir í skólanum að nemendur 1. – 7. bekkjar fara út í öllum frímínútum en nemendur                  unglingadeildar mega vera inni.

Ef nemendur yngri deildar þurfa af einhverjum ástæðum að vera inni í frímínútum þurfa þeir að hafa með sér beiðni að heiman til umsjónarkennara þar sem ástæða inniverunnar er tilgreind. Nemandi sem kemur með slíka beiðni að heiman er þá inni  í frímínútunum í umsjón starfsmanns.  Hamli veður útivist eru nemendur inni undir umsjón kennara og skólaliða. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir í samræmi við veður og hafi með sér aukaföt að heiman ef þurfa þykir.

  • Frímínútur í 1. – 4. bekk eru tvær yfir skóladaginn, kl. 10:10 - 10:40 og kl. 12:00 – 12:30.
  • Frímínútur í 5. – 7. bekk eru tvær yfir daginn, kl. 10:10 -10:40 og kl. 12:30 -12:50.
  • Frímínútur í 8. – 10. bekk eru, kl. 10:15-10:35 og kl. 12:40 -13:10.

Inniáætlun Árbæjarskóla

Þegar upp koma þær aðstæður að ekki er ráðlegt að senda nemendur yngri deildar út í frímínútur er ákvörðun um inniveru tekin af stjórnendum. Ákvörðun um inniveru er tilkynnt í einstaka árganga og til umsjónarmanns skólans af skrifstofu skólans. Skólaliðum á göngum yngri deildar og miðstigs er jafnframt tilkynnt ákvörðun skólastjórnar. Kennarar og stuðningsfulltrúar sem sinna útigæslu í frímínútum sinna þá innigæslu vegna inniveru nemenda.

 

Skipulag inniveru í 1.-.7. bekk

Í 1. – 7. bekk eru nemendur í sínum umsjónarstofum og skulu þeir sem sinna útigæslu hafa eftirlit með þeim ásamt skólaliðum í viðkomandi álmum.