Skip to content

Heimsóknir í skólann

Forráðamenn eru ætíð velkomnir í skólann og eru þeir hvattir til að fylgjast vel með námi og starfi barna sinna í skólanum. Vilji foreldrar koma í heimsókn hafa þeir samband við umsjónarkennara barnanna og mæla sér mót við þá á fyrirfram ákveðnum tíma. Þegar þeir mæta fara þeir á skrifstofu skólans sem hefur samband við viðkomandi kennara og lætur vita af gestkomunni.