Skip to content

Í Árbæjarskóla er áherslan lögð á einstaklingsmiðun í kennslu og námi nemenda.  Kennslan miðar að því að nemendur nái þeim markmiðum sem að er stefnt og er því leið að fyrirfram settum markmiðum. Kennslan hjálpar nemendum að tileinka sér þekkingu, skilning og færni á tilteknum sviðum.

Í skólastarfi Árbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum. Kennarar bera faglega ábyrgð á að velja árangursríkustu leiðirnar til að ná þeim markmiðum sem sett eru.  Kennsluaðferðir og vinnubrögð taka tillit til aldurs, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga hverju sinni og eðlis viðfangsefnisins. Slík kennsla eykur líkur á árangri.

Markmið skólans er að skila af sér sjálfstæðum nemendum sem hafa öðlast sjálfstraust og öryggi og eru einkunnarorð skólans; Ánægja, Áhugi, Ábyrgð og Árangur, höfð að leiðarljósi í skólastarfinu. Ánægður nemandi sem nálgast námið af áhuga og ábyrgð nær árangri.

Í anda jafnréttisáætlunar skólans er lögð rík áhersla á að kennsluaðferðir mismuni ekki nemendum eftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti, fötlun, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.

Árbæjarskóli