Skip to content

Námsstuðningur á skólastigum

Árgangar í 1. – 7. bekk skólans eru misstórir, frá rúmlega þrjátíu nemendum til allt að sjötíu nemenda.  Tveir til fjórir umsjónarkennarar halda utan um hvern árgang.

Fyrirkomulag kennslu í 1. - 4. bekk í  læsi og stærðfræði er með þeim hætti að tveir til fjórir kennarar kenna í hverjum árgangi fyrir sig.  Þannig geta kennararnir komið enn frekar til móts við þarfir nemenda á sem fjölbreyttastan hátt. Auk kennara starfa stuðningsfulltrúar á þessu aldursstigi, mismargir eftir árgöngum. Auk þess koma kennarar inn í einstaka árganga til frekari stuðnings.

Fyrirkomulag kennslu í 5. - 7. bekk í íslensku og stærðfræði er með þeim hætti að sérkennari/kennari kemur inn í kennsluna í hverjum árgangi. Auk kennara starfa stuðningsfulltrúar á þessu aldursstigi, mismargir eftir árgöngum.

Rúmlega 100 nemendur eru í hverjum árgangi í 8. – 10. bekk skólans. Fjórir til fimm umsjónarkennarar halda utan um árgangana. Tvö námsver eru á unglingastiginu þar sem komið er til móts við sértækar námsþarfir nemenda og unnið að því að auka gæði náms nemenda. Fyrirkomulag kennslu í námsverunum er þannig að bæði er um einstaklingskennslu og hópamiðað nám að ræða. Auk kennara starfa stuðningsfulltrúar á þessu aldursstigi, mismargir eftir árgöngum.