Skip to content

Námsstuðningur á skólastigum

Um 50 nemendur eru í hverjum árgangi í 1. – 7. bekk skólans.  Fyrirkomulag kennslu í 1. - 4. bekk í íslensku og stærðfræði er með þeim hætti að þriðji kennarinn kemur inn í kennsluna í hverjum árgangi fyrir sig til viðbótar við þá tvo sem fyrir eru.  Þannig geta kennararnir komið enn frekar til móts við þarfir nemenda á sem fjölbreyttastan hátt.  Séu nemendur færri en 50 kann annað skipulag að vera á námsstuðningi.

Fyrirkomulag kennslu í 5. - 7. bekk í íslensku og stærðfræði er með þeim hætti að sérkennari kemur inn í kennsluna í hverjum árgangi eftir því sem við verður komið.  Einnig njóta nemendur með sértækar námsþarfir þjónustu í námsveri skólans.

Um 100 nemendur eru í hverjum árgangi í 8. – 10. bekk skólans.  Fyrirkomulag kennslu í þeim árgöngum í íslensku og stærðfræði er með þeim hætti að sérkennarinn kemur að kennslu í hverjum árgangi fyrir sig til viðbótar við þá sem fyrir eru.  Þannig geta kennararnir komið enn frekar til móts við þarfir nemenda á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig njóta nemendur með sértækar námsþarfir þjónustu í námsveri skólans.

Í árgöngum er almennt leitast við að sömu námsgreinar séu kenndar á sama tíma þannig að tækifæri gefist fyrir kennara að vinna saman með stærri og minni hópa.  Þá gefst einnig möguleiki á því að fá sértæka aðstoð úr námsveri skólans með heimild deildarstjóra stoðþjónustu. Stuðningsfulltrúar veita nemendum á öllum skólastigum þjónustu.

Námsstuðningur - Heildaráætlun