Skip to content

Nemendur í 8. – 10. bekk geta fengið til afnota læstan skáp gegn ákveðnu tryggingargjaldi, kr. 1.500. Gjaldið er endurgreitt að vori skili nemandi skápnum í sama ástandi og hann tók við honum. Nemendur sem fá skáp til afnota í 8. bekk geta haft sama skápinn þar til þeir ljúka skólagöngu sinni í 10. bekk.

Athygli skal vakin á því að nemendur geta átt von á því hvenær sem er að skápur þeirra verði skoðaður í fylgd starfsmanns skólans. Skólinn áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur s.s. ef grunur leikur á því að öryggi nemenda sé í húfi eða að ólögmætir hlutir leynist í nemendaskáp.