Skip to content

Við Árbæjarskóla starfar nemendafélag. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nafn félagsins er Nemendafélag Árbæjarskóla og starfar það samkvæmt áður nefndum lögum um grunnskóla. Allir nemendur Árbæjarskóla teljast félagar í nemendafélagi Árbæjarskóla. Valdir eru annars vegar árgangafulltrúar úr 5. – 7. bekk og hins vegar árgangafulltrúar úr 8. – 10. bekk sem eru fulltrúar sinna árganga í nemendaráði.

Í aðalstjórn nemendafélagsins eiga sæti átta fulltrúar úr 8. – 10. bekk skólans og er leitast við að hafa jafna kynjaskiptingu í ráðinu. Formaður nemendafélagsins er kosinn úr hópi nemenda í 10. bekk og varaformaðurinn er kosinn úr hópi nemenda í 9. bekk.

Aðalstjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.  Hún hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum Nemendafélags Árbæjarskóla. Við skólann starfa einnig fjöldi nefnda og ráða sem nemendur bjóða sig fram til þátttöku í.

Í skólanum er starfandi félagsstarfskennari sem heldur utan um starf nemendafélagsins og félagsstarfið ásamt öðrum verkefnum. Hann sér til þess að fundað sé reglulega og hefur yfirumsjón með skipulagi félagsstarfsins í Árbæjarskóla.

Þeir nemendur sem kosnir eru til stjórnarsetu í nemendafélaginu hafa að leiðarljósi að vera fyrirmyndir annarra nemenda í skólastarfinu, fylgja skólareglum og vera skólastjórn innan handar að viðhalda góðum skólabrag.

Innan nemendafélagsins starfa einnig nefndir sem skipta með sér verkum. Allir nemendur unglingadeildar geta sótt um aðild að nefnd með því að skila inn umsókn og koma í viðtal. Nefndirnar eru til þess að auka ábyrgð nemenda og gefa fleirum kost á því að taka þátt í skipulagningu félagsstarfsins. Það er enn fremur markmið nefndanna að virkja fleiri utan nefndarinnar, sem hafa áhuga á tilteknu sviði, til að taka þátt og hjálpa til en hafa kannski ekki tök á því að skuldbinda sig í fasta nefndarsetu.

Nemendastjórnin er með fasta fundartíma og fundar einu sinni í viku.

Hér má síðan sjá skipurit nemendafélagsins: