Nemendur eru hvattir til að passa vel upp á eigur sínar og hafa jafnframt í huga að bera virðingu fyrir eigum annarra. Mikilvægt er að yfirhafnir sem og aðrar eigur nemenda séu vel merktar. Nemendur eiga ekki að geyma peninga og önnur verðmæti í vösum yfirhafna sinna. Skólinn ber ekki ábyrgð á þeim eigum nemenda sem tapast í skólanum.
Gleymi nemendur eigum sínum í skólanum eru foreldrar og nemendur hvattir til að fylgjast með óskilamunum á síðunni https://www.facebook.com/arboskilamunir. Teknar eru myndir af öllum óskilamunum og þær settir inn á síðuna til að auðvelda nemendum og foreldrum að fylgjast með og kalla eftir þeim. Nemendur geta nálgast óskilamuni á skrifstofu skólans en sjái foreldri eigur barna sinna á síðunni eiga þeir að hafa samband við skrifstofu skólans sem annars milligöngu um afhendingu þeirra. Þá liggja óskilamunir frammi á foreldradögum í miðrými skólans.