Yfirumsjón sérkennslu og sértækrar þjónustu í skólanum er í höndum deildarstjóra stoðþjónustu. Hann skilgreinir í samráði við Nemendaverndarráð, skólastjórn, kennara, sérfræðiþjónustu skóla, foreldra og viðkomandi nemendur þá sértæku þjónustu sem nemendum stendur til boða í Árbæjarskóla.
Beiðni um sérstakan stuðning fyrir nemendur skal berast til umsjónarkennara á þar til gerðu eyðublaði, að undangengnum fundi með foreldrum. Umsjónarkennari fylgir beiðninni eftir til deildarstjóra stoðþjónustu sem skráir hana og vistar í skjalamöppu nemandans.
Á ofangreindum fundi, umsjónarkennara með foreldum, er m.a. fjallað um mögulegar úrbætur í hópastarfi, eftirfylgni og mat, samstarf heimilis og skóla, ásamt því að rætt er um samstarf við aðra faggreinakennara eða fagaðila.
Sértækri þjónustu til nemenda er sinnt á einstaklingsbundinn hátt eða í smærri námshópum. Henni sinna ýmist þroskaþjálfi, sérkennarar, almennir kennarar, stuðningsfulltrúar eða aðrir starfsmenn.