Námsráðgjafi stýrir skólavinaverkefninu í 7. bekk í samstarfi við umsjónarkennara og aðstoðarskólastjóra yngra stigs. Verkefnið hefur það að leiðarljósi að efla félagsanda, samkennd nemenda og sporna gegn einelti. Markmiðið með verkefninu er fjórþætt:
- að virkja nemendur til þátttöku í leikjum
- að auka samskipti milli eldri og yngri nemenda
- að eldri nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á líðan yngri nemenda í skólanum
- efla vitund nemenda um einelti og hvetja þá til að horfa ekki á heldur hjálpa
Nemendur í 7. bekk taka þátt í verkefninu og er þeim skipt í hópa sem fara út á skólalóð í frímínútum kl. 10:10.