Velkomin á heimasíðu
Árbæjarskóla
Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli landsins, staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Skólinn á sér rúmlega 50 ára starfssögu. Á árunum 1956 – 1966 var Árbæjarskóli starfræktur í samkomuhúsi á Árbæjarblettinum þar sem kennt var í þremur deildum en haustið 1967 hóf skólinn göngu sín í nýju húsi með 421 nemanda.
Í dag er Árbæjarskóli grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Hann er einsetinn og eru nemendur hans 700 talsins. Skólinn er safnskóli á unglingastigi en þá koma til náms nemendur úr Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla. Starfsmenn skólans eru um 100 sem sinna mismunandi störfum í þágu nemenda.
Með stjórnun skólans fara auk skólastjóra, tveir aðstoðarskólastjórar, tveir deildarstjórar, nemendaráð og skólaráð.
Opnunartími skólans er eftirfarandi:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 7:45 – 15:30.
Föstudaga kl. 7:45 – 14:30.
Sími skólans er 411 7700
Netfang skólans er arbaejarskoli@rvkskolar.is.
Heimasíða skólans er https://www.arbaejarskoli.is
Facebooksíða skólans er https://www.facebook.com/arbaejarskoli/?ref=aymt_homepage_panel

Árbæjarskóli