Mikilvægt er foreldrar virði útivistartíma barna.
Eftirfarandi reglur gilda frá 1. september til 1. maí:
- 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20.
- 13 – 16 ára börn mega ekki vera lengur úti eftir klukkan 22.
Eftirfarandi reglur gilda frá 1. maí til 1. september:
- 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 22.
- 13 – 16 ára börn mega ekki vera lengur úti eftir klukkan 24.
Þá er vert að hafa í huga að börn mega ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Hins vegar má bregða út af ofangreindum reglum þegar börn 13 - 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.